Foreldramorgnar Landakirkju, í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja standa nú fyrir gjafasöfnun fyrir þá sem þurfa á stuðningi að halda yfir jólin. Fólk er hvatt til þess að kaupa aukagjöf fyrir jólin í ár og koma henni fyrir undir jólatréinu á Bókasafninu. Prestar Landakirkju munu í framhaldinu sjá um að koma gjöfunum í hendur þeirra sem mest þurfa á þeim að halda.
Áhersla er lögð á að gjafirnar séu í góðu standi og tilbúnar til notkunar, en gjafirnar eru hugsaðar bæði fyrir unga sem aldna og því mikilvægt að merkja gjafirnar með aldri og kyni/kynlausu. Fyrirtæki í Vestmannaeyjum eru sérstaklega hvött til að taka þátt og styðja þetta mikilvæga verkefni. Söfnunin stendur til laugardagsins 14. desember.
Þetta er góð áminning um að við getum flest lagt okkar af mörkum til að skapa gleðileg jól fyrir alla og nú er kjörið tækifæri og sýna það í verki.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst