�?Við fórum út í þessar aðgerðir vegna þess að gjaldskrá Herjólfs er vitlaus og forsendur fyrir henni eru einfaldlega rangar. �?g get nefnt sem dæmi að fyrir bíl sem er fimm metra langur þá kostar farið fyrir bílinn einan 2000 krónur eftir hækkunina. En fyrir samskonar bíl, fimm metra og einn sentímetra langan, kostar helmingi meira. �?að kostar ekki helmingi meira að keyra stærri bílinn á öðrum þjóðvegum landsins.
Hefurðu orðið var við mikla óánægju meðal bæjarbúa?
�?Já mikla óánægju. �?etta dæmi sem ég nefndi að ofan er aðeins eitt dæmi af mörgum. �?að kostar t.d. mun meira að vera með þrjá farþega í bílnum á þjóðveginum milli lands og Eyja en að ferðast einn. �?að er hvergi þannig annarsstaðar á landinu. Mér langar að nefna annað dæmi. Ef þú átt húsbíl þá kostar lengdarmetrinn um 570 krónur en ef ég er á sendiferðabíl þá er lengdarmetrinn 2400 krónur tæpar. Við, íbúarnir greiðum mismuninn út í matvörubúð í hærra matvælaverði vegna flutningskostnaðar og fyrirtæki hér innanbæjar líða fyrir þetta í sínum útflutningi. Krafan er endurskoðun á gjaldskránni frá grunni og ekkert gjald fyrir farþega. En við erum ekki að beina þessum mótmælum að Eimskip heldur að samgönguráðherra og þingmönnum okkar,�? sagði Eggert í samtali við blaðamann eftir mótmælin.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri tók þátt í mótmælunum en hann segir kröfu Eyjamanna vera skýrar. �?Við sættum okkur ekki við gjaldtöku á þjóðveginum milli lands og Eyja umfram það sem er á þjóðvegum annarsstaðar á Íslandi. �?að þarf allsherjar endurskoðun á gjaldskránni, bæði farmgjöldum og fargjöldum. Annars sýnir þátttakan í mótmælunum hér í dag að Vestmannaeyingar eiga bágt með að sætta sig við þessa stöðu, að þessi óréttláta gjaldtaka á þjóðveginum milli lands og Eyja skerðir samkeppnisstöðu fyrirtækja í bænum og leggur óhóflegar álögur á íbúana.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst