Nú liggur fyrir endanleg dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum en Safnahelgi er haldin sameiginleg um allt Suðurland. Setning hátíðarinar fer fram í Stafkirkjunni á föstudag kl. 18:00 en eftir það tekur hver dagskrárliðurinn við á fætur öðrum. M.a. sýnir Eyjamaðurinn Erlendur Bogason ljósmyndir og kvikmyndir teknar neðansjávar, Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir Konung ljónanna, rithöfundar lesa úr verkum sínum, m.a. Steinunn Jóhannsdóttir og Árni Þórarinsson. Þá heldur Lúðrasveit Vestmannaeyja stórtónleika, Grínkvöld verður í Höllinni, Föruneyti Gísla Helgasonar verður í Kiwanis og margt, margt fleira. Dagskrána má sjá hér að neðan.