Stærsta Pæjumóti TM og ÍBV síðari ára lauk í dag með veglegu lokahófi í Íþróttamiðstöðinni. Alls voru rúmlega sjö hundruð þátttakendur en mótið hefur stækkað mikið síðustu þrjú ár. Stelpurnar létu það ekkert trufla sig þótt veðurguðirnir hafi eitthvað verið óhressir um helgina, reyndar slapp mótið ótrúlega vel því um leið og síðasta leik lauk í dag, var eins og himnarnir hafi opnast enda rigndi eins og hellt væri úr fötu fljótlega eftir hádegi.