Karlalið ÍBV kom svo sannarlega á óvart í kvöld með glæsilegum útisigri gegn Breiðabliki. Eyjamenn komust tvívegis yfir í fyrri hálfleik með mörkum Ajay Leitch-Smith og Chris Clements en í millitíðinni skoruðu Blikar. Heimamenn í Kópavogi komust svo yfir með tveimur mörkum í síðari hálfleik en þá tók Augustine Nsumba til sinna ráða, skoraði tvö mörk á 82. og 84. mínútu og tryggði ÍBV lífsnauðsynlegan sigur í botnbaráttu deildarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst