Þriðji flokkur kvenna hjá ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í knattspyrnu. Stelpurnar unnu sinn riðil nokkuð örugglega í sumar og léku svo í liða keppni um síðustu helgi þar sem sæti í undanúrslitum var í boði en Eyjastelpur unnu Fjarðarbyggð 7:0 og BÍ/Bolungarvík 6:2. Þar með komust þær í undanúrslit sem fara fram á fimmtudaginn en þá mæta stelpurnar Þór frá Akureyri.