Glenn í landsliðshópi Trinidad og Tobaco
5. nóvember, 2014
Knattspyrnumaðurinn Jonathan Glenn var í vikunni valinn í landsliðshóp Trinidad og Tobaco en þetta er í fyrsta sinn sem framherjinn öflugi er valinn í landsliðið. Frammistaða hans með ÍBV í sumar vakti verðskuldaða athygli en Glenn varð næst markahæstur í deildinni, eftir að hafa verið markahæstur lengi vel í sumar. Glenn var jafnframt valinn besti leikmaður ÍBV liðsins í sumar. Með fréttinni fylgir myndband með helstu afrekum kappans með ÍBV í sumar. Trinidad og Tobaco tekur þátt í Caribbean Cup finals sem haldið verður í Jamaíka í næstu viku.
Í hópi Trinidad og Tobaco má finna leikmenn sem eru á mála víðs vegar um heiminn en líklega er þekktasti leikmaður liðsins Kenwyne Jones, fyrrum leikmaður Stoke og nú liðsfélagi fyrirliða íslenska landsliðsins, Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst