�?að er góð byrjun á þjóðhátíð að mæta á Hásteinsvöll klukkan sex í kvöld þar sem karlaliðið mætir FH í undanúrslitum Borgunarbikarsins. ÍBV og FH skildu jöfn á Hásteinsvelli í deildinni, 1:1, þann 16. júlí sl. þannig að það stefnir í hörkuleik. Gengi Eyjamanna í deildinni hefur verið heldur dapurt undanfarið en FH-ingar sitja á toppi deildarinnar. En bikarleikir eru alltaf bikarleikir og á heimavelli fyrir framan fulla stúku eiga Eyjamenn góða möguleika. Og til mikils er að vinna, sjálfur úrslitaleikurinn.
Í Morgunblaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Jón Ingason, leikmann ÍBV sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 64 leiki fyrir meistaraflokk félagsins í efstu deild undanfarin sex tímabil. Og það er hugur í okkar manni: �??Stemmningin í liðinu er virkilega góð, þrátt fyrir döpur úrslit síðasta sunnudag gegn ÍA. �?að er auðvelt að gíra mannskapinn í svona leik. �?að er bikarúrslitaleikur í húfi og það þarf lítið að láta menn vita af því,�?? sagði Jón.
Hann segir Hásteinsvöll frábæran fyrir þennan stórleik og þar muni ríkja þjóðhátíðarstemmning. �??�?ú færð eiginlega ekki betri stað og stund til að tryggja þér sæti í bikarúrslitaleiknum. Vonandi helst bongóblíðan og dagurinn verði bara flottur í alla staði. Við erum staðráðnir að komast í úrslitaleikinn og höfum sett okkur það markmið.�??
Ingi Sigurðsson, faðir Jóns var í liði ÍBV þegar Eyjamenn urðu bikarmeistarar 1998. �??�?að væri ekki leiðinlegt að feta í hans spor og taka titilinn. Okkar fókus þarf samt að vera á leikinn á morgun, sem er risastór í alla staði. �?g átti gott spjall við pabba um daginn og hann sagði að þrátt fyrir að hafa spilað fjölda bikarúrslitaleikja, þá þráir hann ekkert heitar en að sjá liðið sitt fara í úrslit núna,�?? sagði Jón í viðtalinu í Morgunblaðinu..