Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi.
„Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og stefnan er að frysta allt,” sagði Sindri, en þess má geta að með þessum farmi er kvótanum náð hjá Vinnslustöðinni.
Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins hafði svipaða sögu að segja. „Sigurður var í Faxaflóa í dag og fékk ca. 600 tonn af loðnu. Er á leið til Eyja og hefst löndun í fyrramálið. Stefnum við á að frysta hverja einustu loðnu úr farminum.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst