Í dag eru 40 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda sex kílómetra í land eftir að Vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984. Að því tilefni fór fram í morgun hið svokallaða Guðlaugssund í sundlaug Vestmannaeyja.
Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf strax árið 1985 að minnast þessa atburðar með því að nemendur syntu í Sundlauginni Vestmannaeyja boðsund. Síðar fóru nokkrir einstaklingar að synda með til að minnast öryggismála sjófarenda.
Alan Friðrik Allison sér um að halda utan um sundið og hefur gert það undanfarin ár. Alan sagði í samtali við Eyjafréttir að um 20 manns hefðu þú þegar synt og von væri á fleirum eftir hádegi hann reiknaði með í heildina yrðu þetta hátt í 40 manns. Þrír einstaklingar hafa nú þegar klárað heilt sund en það voru þau: Héðinn Karl Magnússon, Pétur Eyjólfsson og Sonja Andrésdóttir. Alan var ánægður með mætinguna og sagði góðan anda meðal sundfólks.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.