Góð mæting í Guðlaugssundið
12. mars, 2024

Í dag eru 40 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda sex kílómetra í land eftir að Vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984. Að því tilefni fór fram í morgun hið svokallaða Guðlaugssund í sundlaug Vestmannaeyja.

Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf strax árið 1985 að minnast þessa atburðar með því að nemendur syntu í Sundlauginni Vestmannaeyja boðsund. Síðar fóru nokkrir einstaklingar að synda með til að minnast öryggismála sjófarenda.

Alan Friðrik Allison sér um að halda utan um sundið og hefur gert það undanfarin ár. Alan sagði í samtali við Eyjafréttir að um 20 manns hefðu þú þegar synt og von væri á fleirum eftir hádegi hann reiknaði með í heildina yrðu þetta hátt í 40 manns. Þrír einstaklingar hafa nú þegar klárað heilt sund en það voru þau: Héðinn Karl Magnússon, Pétur Eyjólfsson og Sonja Andrésdóttir. Alan var ánægður með mætinguna og sagði góðan anda meðal sundfólks.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.