Níunda kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrsta þingið var haldið að Varmalandi árið 1995 en markmiðið með þinginu var að styrkja stöðu deildanna innan félagsins og segja má að það sé enn markmið þess. Slysavarnadeildin Eykyndill í Vestmannaeyjum sá um framkvæmd þingsins og máttu þær skipta oftar en einu sinni um húsnæði vegna plássleysis þar sem þátttaka var afar góð en um 170 konur sátu þingið sem er tvöföld mæting miðað við síðasta þing.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst