Góður sigur ÍBV í Garðabæ
Oliver Heiðarsson fagnar marki. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Marki fagnað! Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mín­útu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunn­ars­son Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina.

Á 78. mín­útu kom Oli­ver Heiðarsson Eyjamönnum í 3-1 með góðu langskoti. Stjarnan minnkaði svo muninn í uppbótartíma en lengra komust þeir ekki og fór ÍBV því með öll stigin þrjú. Liðið er nú komið með 7 stig og situr sem fyrr segir í fjórða sætinu. Í næstu umferð fær ÍBV Vestra í heim­sókn.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.