ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mínútu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunnarsson Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina.
Á 78. mínútu kom Oliver Heiðarsson Eyjamönnum í 3-1 með góðu langskoti. Stjarnan minnkaði svo muninn í uppbótartíma en lengra komust þeir ekki og fór ÍBV því með öll stigin þrjú. Liðið er nú komið með 7 stig og situr sem fyrr segir í fjórða sætinu. Í næstu umferð fær ÍBV Vestra í heimsókn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst