KFS vann í gær góðan útisigur á Létti í B-riðli 3. deildar en leikurinn fór fram á gervigrasi ÍR-inga í Reykjavík. Lokatölur urðu 2:3 en í hálfleik var staðan 2:2. Gauti Þorvarðason kom KFS yfir strax á 5. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Sæþór Jóhannesson jafnaði hins vegar metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Það var svo Anton Rafn Jónasson sem tryggði KFS sigurinn með marki á 50. mínútu.