Hermann Hreiðarsson hélt sitt árlega golfmót, Herminator Invitational, á laugardaginn. Það er engu líkara en að Hermann hafi gert samkomulag við veðurguðina því í öll þrjú skiptin sem mótið hefur farið fram, hefur verið rjómablíða í Eyjum og Heimaey skartað sínu fegursta. Fjölmargir þekktir einstaklingar tóku þátt í mótinu, sem er fyrst og fremst hugsað til að safna til góðgerðarmála.