Golklúbburinn hefur óskað eftir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að endurfjármögnun langtímaskulda klúbbsins. Erindi þess efnis lá fyrir fundi bæjarráðs í dag. Langtímaskuldir Golfklúbbsins hafa hækkað úr rúmum 30 milljónum króna í 80 milljónir, vegna gengisbreytinga, en lán klúbbsins eru að mestum hluta í erlendri mynt.