Útselskópnum Golla var sleppt á laugardaginn en selurinn hefur verið í vist hjá starfsmönnum Sæheima. Kópurinn kom á land í Breiðdalsvík fyrir um það bil þremurmánuðum og hafði líklega orðið viðskila við móður sína. En honum var komið fyrir í vist í Eyjum og braggaðist vel þar. Reyndar var Golli hálf smeykur við öldurnar þegar kom að því að synda út í frelsið en að lokum lét hann sig hafa það.