Í gær fór fram úrtaksæfing hjá B(etra) liði ÍBV. Hluti af æfingunni var leikur við hins stórskemmtilega og öfluga 2. flokks ÍBV sem þykir með þeim sterkari á landinu. Ekki þarf að efast um að það mat láti nærri enda töpuðu unglingarnir ekki nema 17 – 24 fyrir B(etra) liðinu. Gömlu mennirnir fóru bratt af stað og nýttu takmarkalausa virðingu unglinganna til að ná forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi.