Á morgun, föstudag mun Eyjakonan, Berglind �?marsdóttir halda sína þriðju tískusýningu í Eyjum í Eldheimum klukkan 18.00. Berglind hélt sína fyrstu sýningu árið 2008 þegar byrjað var að grafa upp húsin á safninu og svo aftur 2014 þegar safnið opnaði. Berglind, sem nýlega útskrifaðist sem kjóla- og klæðskerameistari hélt glæsilega tískusýningu í Reykjavík fyrir stuttu síðan og mun hún sýna hluta af þeim fatnaði ásamt nýrri hönnun. Vörur Berglindar hafa verið til sölu í Gallery BKgler og verður hún þar eftir sýningu og um gosloka helgina.
�?ótt Berglind hafi verið að útskrifast núna sem kjóla- og klæðskerameistari er hún alls ekki nýstigin inn í tískuheiminn því hún hefur unnið sem hönnuður í fjöldamörg ár og haldið tískusýningar í Vestmannaeyjum og Lúxemborg þar sem hún bjó og starfaði í sjö ár.