Í dag hefst formleg dagskrá Goslokahátíðar. Kl. 14.00. Í dag er óskað eftir vöskum eyjapeyjum og meyjum við Eldfellið þar sem upphafspunktur átaks Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og fleiri aðila við uppgræðslu Eldfells hefst.
Síðdegis opna síðan tvær sýningar í Eldheimum og Bjartmar er síðan með tónleika þar í kvöld. Í kvöld eru einnig tónleikar á Háaloftinu með kántrýsveitinni Axel O og co.