Goslokahátíð 2016 | Ísfélagið býður upp á barnaskemmtun á föstudaginn
27. júní, 2016
Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum bæjarbúum til barnaskemmtunar föstudaginn 1. júlí næstkomandi á Stakkagerðistúni. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og þar mun Friðrik Dór og Sirkus Ísland skemmta og allir fá sérútbúinn Goslokaís frá Valdísi. Leikhópurinn Lotta sýnir svo leikritið Litaland klukkan 18.00. Allir velkomnir!