Tólf félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja verða með sýningu í sal Listaskólans við Heiðarveg um Goslokahelgina sem verður opnuð föstudaginn 7. júlí kl. 14:00. �?ema sýningarinnar er Veður.
Myndlistarfélag Vestmannaeyja var stofnað 30. apríl 2009 af átta konum, sem allar höfðu sótt námskeið hjá Steinunni Einarsdóttur. Nú eru félagsmenn orðnir 25, 23 konur og 2 karlar.
Félagið hefur áður haldið átta sýningar á verkum félagsmanna víðs vegar um bæinn, auk þess sem það hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn.
Opnunartímar sýningarinnar eru föstudaginn frá 14:00 til 18:00, laugardaginn frá 14:00 til 18:00 og sunnudaginn frá 14:00 til 17:00.
Myndina tók Sif Sigtryggsdóttir í KFUM&K húsinu, á námskeiði hjá �?orgrími Andra Einarssyni.