Um hádegi í gær var Ísleifur VE að landa í Vestmannaeyjum og Sigurður VE á leið út frá �?órshöfn. �?nnur Eyjaskip, Huginn, Álsey, Heimaey og Kap eru á makrílveiðunum fyrir austan land. Veiðin hefur verið misjöfn í ágúst en góðir dagar inn á milli.
�??�?að hefur verið sveiflukennd veiði og dagarnir á miðunum misjafnir,�?? segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. �??Við erum búnir að veiða rúm 11.000 tonn sem landað hefur verið hér í Eyjum og einnig á �?órshöfn. �?að eru um 8.000 tonn eftir óveidd og vonumst við til að það klárist í september þó svo að veiðin þessa dagana sé ekki uppá marga fiska.�??
�??�?að er frekar rólegt. Veiðin í ágúst mánuði er búin að vera gloppótt. Menn hafa verið að hitta á góða túra en svo koma dagar á milli sem eru frekar rólegir,�?? segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. �??En annars hefur þetta gengið vel, fiskurinn verið nokkuð góður gæðalega séð og gengið ágætlega að vinna úr þeim förmum sem við höfum fengið.�??