Tryggvi Guðmundsson hefur átt afleitt en lærdómsríkt ár. Hann greindist með blóðtappa í fæti og fór á blóðþynningarlyf. Skömmu fyrir Íslandsmótið var hann stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið fór hann beint á Vog. Um verslunarmannahelgina var hann svo settur í agabann vegna drykkju.