„Við erum búin að vera bíða eftir þessu frá því snemma í vetur. Við erum með tvær grásleppur og þrjá rauðmaga. Einn hefur orðið rauðari og rauðari undanfarna tvo mánuði að hann passar báðar kerlingarnar. Hann hefur rekið hina í burtu,“ segir Georg Skæringsson, verk- og tæknistjóri Þekkingarsetursins í Vestmannaeyjum, um tíðindi á setrinu í dag.