Inda Marý Kristjánsdóttir nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja, GRV vann til verðlauna í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði, sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stendur árlega fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu.
„Við í GRV erum ákaflega stolt af Indu Marý og hlökkum til að sjá fleiri ljóð frá henni í framtíðnni, þess má geta að hún hlaut einnig viðurkenningu í ljóðasamkeppni Mjólkursamsölunnar í fyrra,“ segir á Fésbókarsíðu,“ skólans.
Í ummælum frá MMS segir: Okkur bárust fimm ljóð frá Indu sem voru öll áhrifamikil og sterk, greinilega upprennandi ljóðskáld!
Ljóðið
Hér á myndinni afhendir Einar Gunnarsson skólastjóri Indu Marý viðurkenningaskjal og bókaverðlaun frá MMS. Ljóðið og ummæli dómnefndar má sjá hér fyrir neðan.
Þú grætur ekki eins og ég
þegar tunglið lýsir upp næturhimininn
og sólin er löngu búin að fela sig
geri ég mig tilbúna í háttinn
og breiði sængina mína yfir mig
um leið skríða minningarnar um okkur út um augun á mér
og leka niður kinnar mínar
ég minni mig þá á að þú grætur ekki yfir þeim,
þótt að þetta séu líka minningarnar þínar
Umsögn dómnefndar:
Ljóð eftir Indu Marý Kristjánsdóttur
Tilfinningaþrungi og einlægni koma vel fram í þessu fallega ljóði ásamt áhrifamiklu myndmáli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst