Jólahátíðin var lengri í Eyjum en annarsstaðar því Þrettándahátíðin fór fram í gærkvöldi þegar jólasveinar kvöddu bæjarbúa. Með í för voru álfar og tröll, púkar og aðrir óvættir sem skemmtu heimamönnum og gestum þeirra. Gríðarlegur mannfjöldi tók þátt í Þrettándahátíðinni í ár, mun fleiri en í fyrra og þótt staðfestar tölur liggi ekki fyrir, þá hafa forráðamenn ÍBV-íþróttafélgas, sem heldur hátíðina, skotið á að rúmlega 4000 manns hafi tekið þátt í göngunni. Þess má geta að í Eyjum búa um 4100.