Gróa Hreinsdóttir, kórstjóri og organisti í Hveragerði, verður organisti Landakirkju í júlí og stýrir Kór Landakirkju þennan mánuðinn. Hún mun koma um helgar til að messa á sunnudögum og við önnur tækifæri þar sem óskað er eftir orgelleik við athafnir. Ekki hefur enn verið gengið frá fastráðningu organista við Landakirkju en auglýsing um starfið í vor bar ekki tilætlaðan árangur.