Gróusögur
11. febrúar, 2007

Eins og flestir Eyjamenn vita er bæjarstjórinn okkar sérfróður um Gróusögur og hefur meira að segja haldið námskeið á vegum Visku, símenntunarstöðvar þar sem meðal annars er farið í uppbyggingu, dreifingu og viðhald á slíkum sögum.

Eitthvað virðast þó vopnin snúast í höndunum á bæjarstjóranum á leið hans í gegnum þessa bloggfærslu sína. Pistill hans þróast svo að þegar honum lýkur liggur helmingur bæjarbúa Vestmannaeyja undir grun um að útbreiða sögur um bæjarstjórann. Hann segir aðeins að þar eigi í hlut; “[kona] sem hafði horn í síðu mína vegna ákvarðana sem ég átti þátt í”.

�?á eru allir þeir sem titla sig ritstjóra vændir um að vera fótgönguliðar í einhverju meinsæri gegn bæjarstjóranum; “þar með eru komnir fótgönguliðar (og ritstjórar 😉 til að breiða út boðskapinn”. Ekki það að undirritaður hafi tekið þetta til sín.


�?g held að bæjarstjórinn sé haldinn óþarfa vænisýki vegna þessa símtals frá ónefndum blaðamanni (aftur liggja allir blaðamenn undir grun). Getur ekki bara verið að einhverjir bæjarbúar sakni skelegga kennarans úr Framhaldsskólanum og vilji bara fá hann aftur uppeftir? �?g held að flestir geti verið sammála um að þar stóð hann sig vel.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst