GRV - Neistinn hefur svo sannarlega kveikt elda

Á fundi fræðsluráðs 15. júní sl. voru kynntar niðurstöður í lestrarprófi í fyrsta bekk sem sýnir að verkefnið, Kveikjum neistann skilar árangri strax á fyrsta ári.

Í minnisblaði fræðslufulltrúa segir: – Nú þegar fyrsta skólaárinu í þróunarverkefninu Kveikjum neistann er að ljúka liggja fyrir fyrstu niðurstöður í lestri. Niðurstöður sýna að allir nemendur sem voru að ljúka 1. bekk í GRV geta lesið orð, eða eins og kallað er að geta brotið lestrarkóðann, tengja saman hljóð og þannig myndað orð. Þá geta 96% nemenda lesið setningar og 88% nemenda lesið samfelldan texta.

Notast var við stöðumatspróf í lestri sem þýtt var frá Noregi en prófið var notað þrisvar sinnum yfir skólaárið, í september, janúar og maí.

Helga Sigrún Þórsdóttir, kennsluráðgjafi hjá skólaþjónustu og aðstoðarmaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar, kynnti niðurstöðurnar.

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.