Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður í ÍBV skrifaði í hádeginu í dag undir samning hjá félaginu. Guðjón Orri er einn þriggja markvarða en hann er aðeins 18 ára gamall og lék sem lánsmaður með KFS síðasta sumar. Guðjón tók miklum framförum í sumar og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Samningurinn gildir út tímabilið 2013.