Guðný Emilíana Tórshamar flutti lag á tónleikum í desember eftir hina virtu færeysku söngkonu Guðríði Hansdóttur, sem ber heitið I Defy. Guðný segir á facebook að lagið hafi heillað hana við fyrstu hlustun. Hún segir jafnframt að það séu spennandi ár framundan hjá henni, bæði á tónleikasviðinu og í stúdíóupptökum á nýju efni sem kemur út á árinu. Hlusta má á lagið hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst