Guðný skrifar undir tveggja ára samning

Knattspyrnudeild ÍBV greinir frá því með mikilli ánægju að Guðný Geirsdóttir hefur skrifað undir tvegjga ára samning við félagið. Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins í kvöld.

Guðný sem er 25 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli í sumar fyrir frammistöðu sína í liði ÍBV í Bestu deild kvenna. Hún er ekki aðeins góður leikmaður en hún er einnig frábær liðsfélagi og ÍBV-ari.

Guðný á samtals að baki 64 leiki í efstu deild og bikar fyrir ÍBV og 11 fyrir Selfoss þar sem hún var á láni árið 2021.

Mynd: Frá lokahófi ÍBV í gærkvöldi þar sem Guðný fékk viðurkenningu. Með henni er Júlína Sveinsdóttir, ÍBV-ari kvenna. 

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.