Guðrún Erlingsdóttir tekur sæti á Alþingi 12. til 24. október. Guðrún skipaði 5. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og kemur inn fyrir Róbert Marshall. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég ætla að funda með oddvita V og D lista í bæjarstjórn áður en ég fer inn á þingið enda mikilvægt að vera í góðum tengslum við fulltrúa bæjarins, sagði Guðrún í samtali við Fréttir.