Gul viðvörun á Suðurlandi og Suðausturlandi
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir fram til 31 des. kl. 10:00.

Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum og snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu og úrkomuminna, en líkur allhvössum vindi og hríð á Hellisheiði í nótt og fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en stöku él norðaustantil. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp vestanlands undir kvöld.

Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt suðaustantil. Hægari seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig, kaldast austanlands.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Snýst í norðlæga átt með lítilsháttar éljum, en léttir til sunnan heiða. Herðir á frosti.

Á sunnudag:
Köld norðanátt og él, en úrkomulítið sunnantil.
Spá gerð: 30.12.2024 08:33. Gildir til: 06.01.2025 12:00.

Allt um veðrið.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.