Veðurstofa Íslands gaf í gær út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til kl. 20.00 í kvöld. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan 15-23 m/s með hviðum upp í 35 m/s undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Þá gaf Herjólfur út í morgun að siglt yrði til Þorlákshafnar fyrri part dags. Tilkynning vegna siglinga seinnipart dags verður gefin út fyrir kl. 15:00.
Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 10-18 m/s og víða él, en skýjað sunnantil og sums staðar rigning við ströndina. Hiti víða 2 til 6 stig, en nærri frostmarki norðantil.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt, hvassviðri eða stormur með rigningu, slyddu eða eða snjókomu uppúr hádegi, talsverð úrkoma suðaustantil seinnipartinn. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Stíf austan- og norðaustanátt og víða rigning eða slydda, en él norðantil. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en dálítil él norðan heiða. Hiti nærri frostmarki.
Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna vestlæga eða norðvestlæga átt með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum og kólnandi veður.
Á mánudag:
Líklega hægir vindar, stöku él og svat í veðri.
Spá gerð: 08.12.2025 19:47. Gildir til: 15.12.2025 12:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst