Gullberg VE - Nafngift og boðið að skoða

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum.

Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið.

Gullberg VE er fjórða uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar. Fyrir eru Huginn, Ísleifur og Sighvatur Bjarnason (sem áður hét Kap).

  • Lilja B. Arngrímsdóttir tók meðfylgjandi myndir við höfnina í morgun. Á þeirri fyrstu
  • eru fyrirsætur Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, fiskverkandi og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og stjórnarmaður í Vinnslustöðinni, og Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE. Hann er meðal afmælisbarna dagsins! 
  • Á annarri er Jón Atli skipstjóri og fjölskylda, Sigurhanna og dóttirin Helena.
  • Á þeirri þriðju eru Jón Atli og Binni.

Af fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.