Í dag skrifuðu tveir efnilegir Eyjapeyjar undir samning við ÍBV en það eru þeir Jón Ingason, sem er vel kunnugur Eyjamönnum en hann hefur spilað með ÍBV frá unga aldri en leiðir skildu s.l haust. Jón gerði samning við félagið út komandi tímabil og er mikil ánægja með að fá Jón aftur heim.
Í dag skrifaði Gunnar Heiðar �?orvaldsson einnig undir samning við ÍBV en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV næstu tveggja ára og verður því spilandi aðstoðarþjálfari á komandi tímabilli. Hann er reynslu mikill leikmaður en Gunnar hóf ferill sinn hjá ÍBV sem ungur peyji og spilaði svo með erlendum félagsliðum, t.d. í �?ýskalandi, Svíþjóð, Englandi og Tyrklandi. Starfið leggst vel í Gunnar Heiðar og hefur hann þetta að segja:
�??Mér líst mjög vel á þetta og vil bara byrja á því að þakka knattspyrnudeild íBV og Kristjáni fyrir traustið. �?g hef aðeins verið að pæla í því hvort maður ætti að fara út í þjálfun síðustu árin og eftir að stjórnin og Kristján höfðu samband við mig og kynntu fyrir mér þennan möguleika þá kom ekkert annað til greina en að stökkva á tækifærið. �?g hef verið með marga þjálfara á ferlinum, misgóða, en ég mun klárlega reyna taka það besta úr þeim þjálfurum sem ég átti samleið með inn í þetta starf. �?g er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu verkefni og hlakka til að hjálpa leikmönnum ÍBV að verða betri leikmenn og við verðum betra lið, þannig að við getum farið að horfa aðeins upp úr þessari botnbaráttu við höfum verið í síðustu ár.�??
Við hlökkum mikið til komandi tímabils með Gunnar Heiðar og Jonna innanborðs og bindum miklar vonir til þeirra beggja. Áfram ÍBV!
Á myndinni er Sunna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri að handsala samninginn við Gunnar Heiðar.