Gunnar Heiðar og 900 Grillhús semja við ÍBV
16. júlí, 2015
Í gær, miðvikudag, skrifaði knattspyrnuráð karla ÍBV undir samstarfssamning við 900 Grillhús en á sama tíma skrifaði Gunnar Heiðar �?orvaldsson formlega undir samning við félagið.
Samstarfssamningur ÍBV og 900 Grillhús er til loka árs 2017 en 900 Grillhús hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar undanfarin ár. Með undirritun sinni staðfesta báðir aðilar samningsins öflugt samstarf með formlegum hætti.
Á sama tíma skrifaði Gunnar Heiðar �?orvaldsson formlega undir samning við félagið sem eins og áður hefur komið fram er til loka árs 2018 en leikmaðurinn kom til eyja síðastliðin mánudag.
Ánægja er innan ÍBV með undirritun samnings við 900 Grillhús sem hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar í víðasta skilningi undanfarinna ára ásamt því að fá Gunnar Heiðar �??heim�?? og tryggja þar með þjónustu hans til næstu ára.
ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst