Gunnar Karl Haraldsson ætlar að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ár. En hann notast við hjólastól til að koma sér á milli staða. Á heimasíðu hlaupsins og jafnframt þar sem er hægt að skora á Gunnar Karl segir hann: �?g hef ákveðið að ýta mér í hjólastólnum 10 km til styrktar Reykjadals! Reykjadalur er sumarbúðir fyrir lamaða og fatlaða. �?g fór þangað í 12 skipti. �?etta er magnaður staður sem hjálpar okkur sem getum ekki gert sömu hluti og heilbrigðir mikið. Reykjadalur á allt gott skilið og ég hvet ykkur til þess að styrkja! 🙂 Hér eru smá upplýsingar um Reykjadal: Gleði, jákvæðni og ævintýri eru einkunnarorð Reykjadals og þar ríkir gleði og fjör. Árlega koma um 300 börn og ungmenni í Reykjadal yfir tímabil sem spannar sumarið og helgardvöl á veturna. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að gefa þeim börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra. Í Reykjadal er hugmyndafluginu gefinn laus taumurinn og mikið lagt upp úr að gera dvalir gestanna sem eftirminnilegastar. Nánari upplýsingar má finna á www.slf.is Kjartan Vídó ætlar að hlaupa með mér í hlaupinu og ef við náum 300 þúsund hleypur hann í kjól!
Hægt er að heita á Gunnar Karl
hérna.