Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem nýverið skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV, hefur verið kallaður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Nörrköping. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi en þar segir ennfremur að það liggi fyrir að félagið muni ekki standa í vegi fyrir því að Gunnar fengi aftur tækifæri til að fara erlendis í atvinnumennsku.