„Ég hef ekki skrifað undir samning ennþá en eins og staðan er núna þá eru yfir níutíu prósent líkur á að ég gangi til liðs við ÍBV á næstu dögum,“ sagði knattspyrnumaðurinn Gunnar Már Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar, sem var leigður til Þórs á Akureyri frá FH á síðustu leiktíð Pepsi-deildarinnar mun hafa kvatt félaga sína í FH síðdegis í gær þar sem hann er leið til ÍBV.