Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk í gærkvöldi þegar Norrköping vann stórsigur á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni, 7:2. Gunnar kom Norrköping á bragðið með marki á 12. mínútu og skoraði svo sjötta mark Norrköping á 64. mínútu en lagði auk þess upp eitt mark fyrir félaga sinn.