Þekkingarsetur Vestmannaeyja mun í vetur halda reglulega hádegisfundi og kynna starfsemi sína. Sagnheimar ríða á vaðið og halda fyrsta fundinn föstudaginn 14. október nk. kl. 12:10 í Safnahúsinu. Nýlokið er árlegum Farskóla safnamanna sem haldinn var í Skagafirði. Þar hittust 105 starfsmenn safna af öllu landinu, báru saman bækur sínar og kynntu sér nýjungar í safnastarfi.