Formleg útsending Gufunnar FM 104,7 hófst í morgun klukkan 8 þegar Sighvatur Jónsson, útvarpsstjóri tók fyrstu vaktina. Gufan er þjóðhátíðarútvarp Eyjamanna þar sem hitað er upp fyrir hátíðina miklu í Herjólfsdal. Eftir hádegi er það Bjarni Ólafur Guðmundsson, Daddi Diskó sem þenur flauelsraddböndin milli 13 og 17.