Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmanneyjum, fagnar 80 ára afmæli félagsins sunnudaginn 20. desember. Af því tilefni býður félagið til kaffiboðs í Ásgarði klukkan 15.00 á sunnudag þar sem farið verður yfir sögu félagsins á léttan og skemmtilegan hátt. Í tengslum við afmælið hefur blað Eyverja, Stofnar, verið skannað inn en elsta blað Stofna er frá árinu 1938.