„Ég er bæði hissa á aðferðarfræðinni og látunum við að klára málið. Ég hef bent á það áður og það hefur verið bent á það með gögnum úr mörgum áttum hvaða skekkjur eru í frumvarpinu. Hvernig því var svo breytt á milli 1. og 2. umræðu var á kostnað Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Hvernig þingmenn stjórnarflokkana létu í þessum kjördæmum, létu það yfir sig ganga er óskiljanlegt. Það hefur engan veginn verið komið til móts við áhyggjur sumra þeirra þingmanna. Ég skil alveg að einstaka þingmenn eru í stjórnmálaflokkum sem mynda ríkisstjórnir en þá verða menn að gera grein fyrir því hvers vegna þeir standa ekki við það sem þeir hafa sagt áður. Það á því miður m.a. við forsætisráðherra.”
Þetta segir Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir aðspurður um veiðigjaldafrumvarpið sem verður væntanlega að lögum á morgun.
Hann segir það er öllum ljóst t.d. að miða við 80% af makrílverði í Noregi sé einfaldlega rangt. „Það liggja fyrir gögn frá norska uppboðsmarkaðnum hvað íslensk skip hafa fengið samanborið við norsk. Það er á bilinu 40% til rúmlega 60% á því tímabili sem við veiðum mest af okkar makríl. Í einu tilviki fékk íslenskt skip hátt í 70% af norsku verði, og það var í ágúst lok þegar fiskurinn er betri og feitari. Í nokkrum tilvikum hafa íslensk skip sem hafa ætlað sér að landa í Noregi ekki einu sinni fengið tilboð.”
Einar segir erfitt að átta sig á endanlegum afleiðingum, það séu margar breytingar sem hafa áhrif á rekstur sjávarútvegsins. „Það er ljóst að til skemmri tíma dregur úr fjárfestingum meðan menn ná utan áhrifin. Það mun bitna á iðnaðarmönnum og öðrum slíkum á landsbyggðinni. Það mun aukast útflutningur á óunnum fiski, það á sér nokkrar skýringar, samkeppnisstaðan er verri, laun eru há á Íslandi samanborið við samkeppnislönd og hærri gjaldtaka bitni auðvitað á fyrirtækjum.
Ég á auðvitað von á hagræðingu eins og þegar gjöldin voru hækkuð árið 2012. Síðan þá hefur orðið talsvert meiri samþjöppun. Það sama mun líklega gerast núna. Það virðist því miður gleymast í umræðunni og mér finnst lélegt af þeim stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega að halda því ekki til haga að í dag er skattspor sjávarútvegsins hátt og greinin er að greiða í ár á milli 12-13 milljarða í auðlindagjöld.”
Í heildina telur Einar að hækkunin á Vestmannaeyjar slagi í hátt í tvo milljarða. „Það er gríðarleg hækkun ef tölurnar í frumvarpinu eru réttar. Þetta bitnar mest á Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð. Í ofanálag eru tölurnar í frumvarpinu rangar og því gjaldtakan á einstaka tegundir mun hærri en lagt var upp með í frumvarpinu, þ.e. sem hlutfalla af hagnaði útgerðar.”





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.