Hætti allri neyslu dýraafurða og varð orkumeiri fyrir vikið
2. desember, 2016
Eflaust fá margir vatn í munninn við tilhugsunina um að setjast niður með fjölskyldunni á aðfangadag og gæða sér á hamborgarhrygg, rjúpu, kalkún eða öðrum hátíðarmat sem hefur fest sig í sessi á borðum íslendinga. Eftir aðalréttinn fær fólk sér jafnvel frómas eða ís í eftirrétt og skolar öllu heila klabbinu niður með jólaöli. Svona líður mánuðurinn. Í janúar fer samviskubitið að láta á sér kræla, lófinn þrútinn eins og uppblásinn plasthanski og rennilásinn á gallabuxunum við það að springa, ef hann á annað borð kemst á leiðarenda. �?arf þetta endilega að vera svona? �?arf maður alltaf að fara aftur á byrjunarreit í janúar? Kannski er kominn tími til að breyta aðeins til og stokka upp í gömlu góðu jólahefðunum, gæta hófs í neyslunni og gefa öðru séns en reykta kjötinu.
Hreggviður �?li Ingibersson er einn þeirra sem hefur ákveðið að synda á móti hvað mataræði varðar, ekki bara yfir jólin heldur í lífinu almennt. Í sumar tók Hreggviður þá ákvörðun að hætta allri neyslu á dýraafurðum og gerast vegan. Fólk sem aðhyllist veganisma kallast almennt vegan grænmetisætur. �?essi hópur grænmetisæta borðar engar afurðir dýra, hvorki líkama þeirra, mjólk né egg. Að sama skapi forðast vegan alla nýtingu varnings sem prófaður hefur verið eða unninn að einhverju leyti úr dýrum, t.a.m. leður, ull, silki og snyrtivörur sem innihalda dýraafurðir eða hafa verið prófaðar á dýrum.
Meiningin að gera þetta heilshugar
Hreggviður segist eins og er vera vegan þegar kemur að mataræði, þ.e.a.s. að hann láti ekkert ofan í sig sem kemur af dýrum. �??�?g get ekki kallað mig 100% vegan þar sem ég hef ekki yfirfarið allt sem ég nota t.d snyrtivörur og hreinlætisefni. �?að er auðvitað meiningin að gera þetta heilshugar svo næsta skref er að hætta algjörlega að nota vörur sem koma af eða hafa verið prófaðar á dýrum. �?að hefur verið mikið í umræðunni undanfarið hversu mótsagnakennt það er að sjá manneskju sem er vegan, íklædda fötum sem augljóslega eru framleidd úr dýraafurðum. �?að má allavega koma fram hérna að við sem erum vegan erum mjög þakklát þeim sem benda okkur á þetta eins oft og þau möguleika geta en hafa skal í huga að mörg okkar hafa snúist til þessa vegar nýlega og ég held að allir séu sammála því að það sé enginn sigur unninn með því að henda þeim fatnaði sem keyptur var fyrir vegan væðingu,�?? segir Hreggviður.
Blundað lengi í mér
Hvenær ákvaðst þú að taka þessa ákvörðun og af hverju? �??�?etta var búið að blunda í mér í langan tíma en ég var samt lítið búinn að kanna þennan möguleika. Í sumar fer ég svo að taka eftir því hvað ég er sífellt þreyttur. �?að var orðið erfitt að vakna á morgnanna og ég var einnig lengi að koma mér almennilega í gang. Fyrir tilviljun fór í gang smá vinnustaðagrín um tekið yrði vegan-ágúst í þeim eina tilgangi að ýta við einum sem er ekkert endilega sammála þessari lífsskoðun. Einn af okkur tók þessu bókstaflega og byrjaði vegan-ágúst af krafti en féll því miður af vagninum eftir stuttan tíma.
�?g ákvað í framhaldinu að taka einn veganmánuð til þess að sýna honum og öðrum hversu auðvelt þetta væri. �?að var rétt liðin vika af vegan mánuðinum þegar ég tók eftir því að þreytan sem hafði truflað mig allt sumarið var farin og í staðin komin ótrúlega mikil orka. �?g þurfti ekki meiri sannfæringu til þess að ákveða það að hér eftir yrði ekki aftur snúið,�?? segir Hreggviður.
�??�?g gæti talað endalaust um það hversu illa neysla okkar fer með Jörðina en ég held að það sé best fyrir fólk að kynna sér það bara sjálft, sé það ekki búið að gera það,�?? bætir Hreggviður við. �??�?að eru til margar góðar heimildarmyndir um þetta málefni sem auðvelt er að nálgast í gegnum veraldarvefinn, þar ber helst að nefna Food Inc., Cowspiracy og Before the Flood.�??
Skilningur hjá fjölskyldunni
Hvernig taka fjölskylda og vinir þessu? �??Mig langar að fá að taka það fram fyrst að ég hefði aldrei getað þetta nema með aðstoð �?orsteins Inga vinar míns. Áður en ég byrjaði var ég mjög hugmyndasnauður í eldhúsinu og vegna þess var mikilvægt að fá einhvern með sem gat leiðbeint mér og tekið þátt í tilraunarstarfseminni í eldhúsinu sem fylgir þessu. �?g hef ekki mætt neinu nema skilningi frá fjölskyldu mínum og vinum. �?að fyrsta sem ástkær móðir mín tjáði mér eftir að ég ræddi þetta við hana var hve mikið hana hlakkaði til að tækla jólamatinn.
�?g var ekki búinn að vera vegan í meira en viku þegar góður vinur minn kom að mér og tjáði mér að hann hefði fengið martröð eina nóttina, hann hafði séð mig borða kjöt í draumi sínum. Auðvitað eru ekki allir sammála þessum lífstíl en ég held að fólk geri sér alveg fullkomlega grein fyrir því að það hefur ekkert að segja þegar það kemur að svona ákvörðunum. �?að er samt alveg sjálfgefið að þú kemur til með að þurfa að hlusta á sömu þrjá brandarana svo oft að þér langar helst ekki að eiga í samskiptum við annað fólk en maður lærir fljótt að leiða þetta hjá sér. En samt, hver getur haldið inní sér hlátrinum þegar einhver skellir í ,,Af hverju ertu að borða matinn sem maturinn minn borðar?!�?�,�?? segir Hreggviður.
Sakna einskis
Saknar þú einhvers úr dýraríkinu sem þú borðar ekki lengur? �??�?g sakna einskis. Auðvitað getur maður alltaf litið til baka og hugsað útí það hvað hitt og þetta var gott. Lífið heldur áfram og nýjum áskorunum er mætt með nýjum lausnum. �?að er mér minnisstætt þegar ég ferðaðist til Suður-Ameríku í fyrsta skipti. �?g fór á steikhús í Argentínu sem var frægt fyrir nautasteikurnar sínar. �?egar ég hugsa útí það eftir á þá er þessi nautasteik ekkert sérstök heldur var það meðlætið, chimmichurri, sem gerði réttinn.
�?að fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim eftir ferðalagið var að bjóða vinum mínum heim í grillveislu þar sem ég skellti í chimmichurri, sem er ekkert annað en kryddblanda, til að hafa með steikinni. �?að var alveg sama á hvað chimmichurri-ið fór það var alltaf það besta sem við höfðum smakkað. Ristaða brauðið sem ég fékk mér daginn eftir með afganginum var besta ristaða brauð sem ég hef smakkað,�?? segir Hreggviður.
Alls ekki erfitt
Er auðveldara að minnka neyslu á dýraafurðum en fólk heldur? �??Ein af ástæðunum sem ég hef gefið fyrir veganvæðingu minni var kunnáttuleysið mitt í eldhúsinu. �?g var hræðilega einsleitur og leiðinlegur í eldamennsku minni. �?etta var frábært tækifæri til þess að auka færni mína þar. �?etta var samt sem áður alls ekki erfitt. �?g gerði þetta þannig að ég gaf mér viku fyrir veganvæðingu til að lesa mig til. �?g skoðaði heilan helling af uppskriftum og vörum sem voru í boði. �?g fann mér eina örugga máltíð sem ég gat alltaf gripið í ef ég lenti í vandræðum.
Í dag er hægt að versla fullt af vörum sem hægt er að nota í stað kjöts. �?að er mikilvægt að hafa ríkt hugmyndaflug í þessum bransa svo mataræðið verði ekki of einsleitt og vera óhræddur við það að prófa eitthvað nýtt. �?g var auðvitað svo heppinn að hafa einhvern með mér í þessu og ég efast það stórlega að ég hefði haldið þetta út fyrstu vikurnar hefði ég verið einn. �?að er mikilvægt að geta sest niður með einhverjum og rætt um mat og matargerð. Við �?orsteinn Ingi höfum reynt að hittast vikulega í þeim tilgangi að prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn í matargerð,�?? segir Hreggviður.
�?tal gerðir að �??gervi�?� mjólk
Hreggviður segir fólk oft tala um hvað það sé erfitt að hætta að nota mjólkurafurðir en hann, líkt og margir aðrir, er á þeirri skoðun að þær séu hreinlega eitthvað sem fólk á að láta í friði. �??Í dag eru til ótal margar gerðir að �??gervi�?� mjólk sem að mínu mati smakkast hreinlega bara betur heldur en kúamjólkin. �?g er svo heppinn að vera af kynslóðinni sem fékk að kynnast Dreitli. Fyrir þá sem þekkja ekki hver Dreitill var þá var það mjög viðkunnanlegur dropi sem var kostaður af mjólkurframleiðanda til þess að koma fram í sjónvarpinu í barnatímanum.
Hann söng virkilega grípandi lag um það hve mikilvægt það væri fyrir okkur að drekka mjólk, helst tvö glös á dag. Dreitill náði að sannfæra heila kynslóð að mjólk væri eina uppspretta kalks sem til væri og í rauninni hollasti drykkur sem völ væri á. Mig grunar að Dreitill fengi aldrei jafn mikið frelsi í dag og hann fékk hér áður fyrr. �?að kom svo í ljósa að fyrirtækið sem stóð á bakvið litla krúttlega Dreitil var ekki jafn heiðarlegt og það þóttist vera,�?? segir Hreggviður.
Er ennþá að uppgötva mat
Áttu þér eitthvað eftirlætis hráefni í eldamennsku? �??�?g er háður chili, ég fæ ekki nóg af honum. �?g set chili í nánast allt. Chili hefur þann frábæra eiginleika að hann opnar bragðlaukana uppá gátt og allt sem fylgir með verður mikið bragðmeira. �?g er ennþá að uppgötva mat, það er svo margt í plöntu heiminum sem ég hef ekki gefið tækifæri hingað til en eins og staðan er núna þá langar mig að prófa allt sem í boði er,�?? segir Hreggviður.
Nú þegar fyrstu jól Hreggviðar sem vegan eru á næsta leyti er tímabært að fara að huga að jólamatnum. Fyrsta hugmyndin var að vera með hnetusteik en það hljómaði of einfalt í hans eyrum. �??Hnetusteikin var of örugg, mig langar að gera þetta almennilega. �?g er orðinn nokkuð ákveðinn í að búa til vegan útgáfu af Wellington steik á aðfangadag. Á jólunum dugar víst ekki að vera bara með aðalrétt svo ég er kominn á fullt við það að finna einhvern spennandi eftirrétt líka. Á jóladag ætla ég að taka nýjan vinkil á málið, þá er ætlunin að elda vindalú sem er pottréttur frá Indlandi og sterkasti matur sem ég hef á ævinni minni smakkað. �?að er ekki til sú líkamsrækt sem toppar brennsluna sem fer í gang þegar borðað er svona sterkan mat,�?? segir Hreggviður.
Hugsum um móður Jörð
Að lokum vill Hreggviður benda þeim sem hafa áhuga á því að gerast vegan á facebook síðuna Vegan Ísland. �??�?arna inni er allt troðfullt af yndislegu fólki sem er ótrúlega hjálpsamt og geta svarað flestum ef ekki öllum þeim spurningum sem kunna að koma upp. Munum að bera virðingu fyrir hvort öðru og að sjálfsögðu dýrunum líka. Móðir Jörð hefur aldrei þurft jafn mikið á okkur að halda og nú, við eigum henni líf okkar að þakka. Reynum að endurgjalda henni það með því að hugsa betur um hana.�??
Vindaloo uppskrift (�?essi er ekki fyrir teprur):
Haus af blómkáli
Haus af brokkolí (eða bakki af sveppum)
6 tbs smjörlíki
Sósan:
800g af tómmatmauki
1 laukur
4 msk hvítvínsedik
4 msk rauðvínsedik
1 og 1/2 hvítlaukur
Hálfur engifer
Kryddblanda:
10 dried kashmiri chiliar
2 tsk piparkorn
2 tsk paprika
1 msk púðursykur
½ msk salt
2 tsk kóríander
1 tsk kúmín
1 tsk hvítlaukskrydd
1 msk karrí
½ tsk kanill
Aðferð: Innihaldið í sósunni er sett í blandara og kryddblandan með. Blandað til fullkomnunar. Brokkolíið og blómkálið er steikt á pönnu. �?egar grænmetið er klárt er sósunni helt á pönnuna og leyft að krauma í 10 mínútur (þetta er reyndar smekksatriði, ef þú vilt sósuna þykkari þá gefur þú þessu lengri tíma). Á þessum tímapunkti er rétturinn klár en fyrir okkur lengra komnu þá mæli ég með því að skera niður ferskan chili og skella í aukalega.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst