Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins.
„Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið segist ætla að vinna áfram með yfirvöldum að því að upplýsa málið og vonast til að það skýrist hratt og örugglega.
„Við hjá Kubbi vinnum að því af heilindum á hverjum degi að halda umhverfinu hreinu með öflugri sorpþjónustu um allt land. Við hlökkum til að halda því áfram með okkar viðskiptavinum,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Eins og Eyjafréttir greindu frá í gær framkvæmdi embætti héraðssaksóknara húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Rannsóknin byggist á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinist að ætluðu samráði keppinauta í tengslum við útboð og markaðsskiptingu.
Sorphirða og förgun í Vestmannaeyjum var boðin út í fyrra. Þá bárust tilboð frá Íslenska gámafélaginu, Kubbi og Terra, og var tilboð Kubbs metið ógilt. Bæjarráð samþykkti síðar að ganga til samninga við Terra, sem tók við sorphirðu í Eyjum 1. desember sama ár.
Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst