Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins.
„Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið segist ætla að vinna áfram með yfirvöldum að því að upplýsa málið og vonast til að það skýrist hratt og örugglega.
„Við hjá Kubbi vinnum að því af heilindum á hverjum degi að halda umhverfinu hreinu með öflugri sorpþjónustu um allt land. Við hlökkum til að halda því áfram með okkar viðskiptavinum,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Eins og Eyjafréttir greindu frá í gær framkvæmdi embætti héraðssaksóknara húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Rannsóknin byggist á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinist að ætluðu samráði keppinauta í tengslum við útboð og markaðsskiptingu.
Sorphirða og förgun í Vestmannaeyjum var boðin út í fyrra. Þá bárust tilboð frá Íslenska gámafélaginu, Kubbi og Terra, og var tilboð Kubbs metið ógilt. Bæjarráð samþykkti síðar að ganga til samninga við Terra, sem tók við sorphirðu í Eyjum 1. desember sama ár.
Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.