Hafnarfjarðarmótið í handbolta hafið
ÍBV Haukar 3L2A1773
Strákarnir fögnuðu sigri í kvöld.

Meistaraflokkur karla íBV lék í gær fyrsta leik sinn á Hafnarfjarðarmótinu sem er haldið að Ásvöllum. Skv. heimildum Eyjafrétta er frítt inn á alla leiki mótsins.

ÍBV liðið spilaði í opnunarleik mótsins gegn Haukum, leikurinn var spennandi og skiptust liðin á að leiða leikinn, en hann fór að lokum 33-32, Haukum í vil.

Þetta kemur fram á handbolti.is.

Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 8, Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Jakob Aronsson 1, Atli Már Báruson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 11, Stefán Huldar Stefánsson 3.

Mörk ÍBV: Dánjal Ragnarsson 7, Elmar Erlingsson 5, Dagur Arnarsson 4, Sveinn Jose Rivera 4, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Arnór Viðarsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Janus Dam Djurhuus 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 6, Andri Snær Sigmarsson 1.

Næstu leikir íBV á mótinu eru:
24. ágúst kl. 18:00 FH-íB
26. ágúst kl. 17:00 ÍBV-Stjarnan

Fyrir þau sem ekki komast á leikina, en vilja fylgjast með, er hægt að fylgjast með öllum leikjum mótsins í beinni á sjónvarpsrás Hauka: https://www.youtube.com/user/HaukarTV

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.