Hafsteinn Briem skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV nú á dögunum. Hafsteinn var lykilmaður í liði ÍBV á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður ÍBV á lokahófinu. Hafsteinn ólst upp í HK en hefur einnig leikið með Val, Haukum og Fram.
Blaðamaður Eyjafrétta setti sig í samband við Hafsteinn sem var að vonum sáttur með nýjan samning. ,,Mér mér lýst mjög vel á metnaðinn hjá klúbbnum fyrir komandi tímabil. Við erum ansi þunnskipaðir eins og er en ég hef fulla trú á því að við verðum með sterkan mannskap þegar mótið byrjar næsta vor,�?? sagði Hafsteinn en ásamt því að stunda fótboltann hefur hann sest á skólabekk og lærir Viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hafsteinn flutti til Vestmannaeyja í febrúar 2014 og líkaði vel. ,,�?að er frábært að vera í Eyjum, algjör paradís á sumrin. �?ar getur maður verið knattspyrnumaður allan sólarhringinn og það gerði mér klárlega gott síðasta sumar. �?að er vel hugsað um mann og ég held að þetta sé fullkominn staður fyrir leikmenn sem vilja ná lengra. Planið var að fjölskyldan mín kæmi svo í maí en það gekk því miður ekki upp. �?g byrjaði hins vegar í skóla í haust og var því með annan fótinn upp á landi síðustu tvo mánuði keppnistímabilsins.�??
Viðtalið í heild mun birtst í næsta tölublaði Eyjafrétta.